Yfir 1000 bílar um Héðinsfjarðargöng

Umferðin um Héðinsfjarðargöng hefur verið jafnt og þétt að aukast s.l. viku. Síðustu tvo daga hefur hún þó tekið smá kipp og farið yfir 1000 bíla á dag. Fimmtudaginn 1. ágúst fóru 1051 bíll um göngin, og föstudaginn 2. ágúst fóru 1050 bílar. Dagana þar á undan voru um og yfir 900 bílar að meðaltali að fara í gegn.

Heldur minni umferð hefur verið um Ólafsfjarðarmúlann, en 2. ágúst fóru 955 bílar í gegn og 1. ágúst 978 bílar.

Héðinsfjarðargöng