Þúsundbílamúrinn rofnaði í gær, en 1022 bílar fóru í gegnum Héðinsfjarðargöng óháð akstursstefnu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Mikið er um að vera í Fjallabyggð, en á Siglufirði er haldin Þjóðlagahátíð og í Ólafsfirði er haldin Menningar- og tónlistarhátíðin Ólæti. Þá eru stór knattspyrnumót á Akureyri um þessa helgi.