Yfir 100 skráðir á 50 ára afmælismót GKS

Golfklúbbur Siglufjarðar fagnar 50 ára afmæli sínu á þessu ári, en klúbburinn var stofnaður þann 19. júlí árið 1970.

GKS heldur veglegt afmælismót laugardaginn 18. júlí næstkomandi. Ræst  verður í tveimur hollum þar sem þátttaka í mótinu er gríðarlega góð en yfir 100 kylfingar hafa skráð sig. Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum en 28 á konum og er mótsgjaldið 5000 kr.

Keppt verður í karla- og kvennaflokki í punktakeppni.

Lokahóf og verðlaunaafhending verður í Bláa húsinu við Gránagötu, boðið verður upp á léttar veitingar. Húsið opnar kl. 19:30 og verðlaunaafhending byrjar kl. 20:00.
Verðlaun:

1.-3. sæti í punktakeppni karla
1.-3. sæti sæti í punktakeppni kvenna
1. sæti í höggleik
Nándarverðlaun á par 3 brautum
Skorkort útdráttur (frábær verðlaun í boði)

Mynd: Héðinsfjörður.is / Magnús Rúnar Magnússon