Yfir 100 íbúar Fjallabyggðar mættu íbúafund

Fjölmenni var á íbúafundi í Tjarnarborg í Ólafsfirði vikunni þegar framboðin í Fjallabyggð kynntu stefnumál sín fyrir kosningarnar. Sveitarfélagið Fjallabyggð hafði frumkvæði að fundinum og mættu framboðin þrjú til að kynna sig og svara spurningum. Fundarstjóri var Ingvar Erlingsson og yfir 100 manns mættu á fundinn góða.

Fyrirspurnir voru málefnanlegar og fjölbreyttar og gott samtal var á milli frambjóðenda og fundargesta.

 

Myndir með frétt: Fjallabyggð.is