Yfir 10.000 tonnum verið landað á Siglufirði í ár

Landaður afli í höfnum Fjallabyggðar á tímabilinu 1. janúar til 21. ágúst 2018 er mun meiri en á sama tíma í fyrra. Aflinn er þó örlítið minni í Ólafsfirði, en mikill munur er á aflatölum á Siglufirði.

Aflatölur í ár og í fyrra:

2018 Siglufjörður 10425 tonn í 1218 löndunum.
2018 Ólafsfjörður 312 tonn í 352 löndunum.

2017 Siglufjörður 6520 tonn í 1457 löndunum.
2017 Ólafsfjörður 333 tonn í 420 löndunum.