World snow day í Tindastól

Skíðasvæðið í Tindastól við Sauðárkrók verður opið í dag frá kl. 11 til 16.  Frítt verður í lyftuna fyrir 18 ára og yngri en það þarf að hafa lykilkort til að komast í lyftuna.

Það verður sett upp stubbabraut handa krökkunum og svigbraut, og margt fleira í tilefni snjódagsins. Frítt kakó og kitkat handa börnunum í boði Ölgerðarinnar.