World snow day á Siglufirði

Næstkomandi sunnudag þann 18. janúar er skíðadagurinn “World snow day” haldinn um allan heim, og líka á Siglufirði. Dagurinn er sem sagt helgaður börnunum og verður eitthvað í boði fyrir alla, t.d. er mælt með að skella sér á skíði, þotur, sleða og annað. Foreldrar og forráðamenn hvattir til að fylgja börnunum á Skíðasvæðið í Skarðsdal. Frítt í lyftur fyrir alla yngri en 17 ára. Frítt að leigja búnað fyrir börn og kakó í boði fyrir alla.

Skíðasvæðið í Skarðsdal