Fólkið sem lést er bifreið þeirra lenti í sjónum við höfnina á Árskógssandi síðastliðinn föstudag var fjölskylda frá Póllandi en hafði verið búsett í Hrísey í nokkur ár. Um var að ræða sambúðarfólk, 36 ára og 32 ára og 5 ára dóttur þeirra. Þau láta eftir sig tveggja ára dóttur sem var í Hrísey hjá ættingjum þegar slysið varð.
Samverustund var í Hríseyjarkirkju kl. 18:00 í kvöld vegna slyssins. Ferðamálafélags Hríseyjar hefur stofnað styrkarreikning til að aðstoða fjölskyldu hins látna.
Reikningur: 0177-05-260130. Kennitala: 680709-0760.