Grenivíkurskóli hélt sína árlegu Vorskemmtun 6. og 7. febrúar síðastliðinn. Allir nemendur komu að undirbúningi með einum eða öðrum hætti og rennur ágóðinn í ferðasjóð skólans. Nemendur útbjuggu leikþætti og gamanmál með aðstoð kennara sinna þannig að á sviðinu urðu feður og mæður hreppsins ljóslifandi, starfsmenn skólans einnig og nokkrir ávextir og grænmeti. Síðast en ekki síst birtust nokkrir landsfrægir karakterar að ógleymdum nýjum barnakór Grýtubakkahrepps.

Skemmtunin tókst vel enda mikill metnaður og dugnaður sem þarna liggur að baki. Mynddiskur verður fáanlegur innan skamms og um að gera að tryggja sér þá eintak af góðri skemmtun.

Grenivíkurskóli

Mynd og frétt frá www.grenivik.is