Vorráðstefna Markaðsstofu Norðurlands

Vorráðstefna Markaðsstofu Norðurlands verður haldin á morgun, þriðjudaginn 7. maí kl. 13:00 á Fosshótel Húsavík.  Heiti ráðstefnunnar að þessu sinni er „Okkar Áfangastaður“ og verður þar fjallað um þrjú viðamikil verkefni hjá Markaðsstofunni.
Fyrst ber að nefna Arctic Coast Way, en nú styttist mjög í opnun leiðarinnar sem verður þann 8. júní næstkomandi. Mikill áhugi er á verkefninu bæði hjá ferðaskrifstofum, innlendum og erlendum, og hjá erlendum fjölmiðlum en markaðsstofan hefur fengið ótal fyrirspurnir um leiðina og það sem hún býður upp á.

Í öðru lagi verður fjallað um millilandaflug um Akureyrarflugvöll, farið verður yfir það sem er að baki í Bretlandsflugi Super Break og það sem framundan er, flug til og frá Rotterdam í Hollandi og tengiflug til Keflavíkur við Akureyri.

Að lokum verður sagt frá viðamestu rannsókn sem ráðist hefur verið í á norðlenskri ferðaþjónustu, en niðurstöður úr henni eru væntanlegar á haustmánuðum.

Dagskráin er eftirfarandi:

Fundarsetning

-Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri MN

Arctic Coast Way – Norðurstrandarleið

Mörkun Norðurstrandarleiðar

Þróun upplifana og aðkoma fyrirtækja

Opnun Norðurstrandarleiðar

Flug og markaðir

Holland

Bretland

Keflavík

Markaðsrannsókn á Norðurlandi

Viðamesta rannsókn í ferðaþjónustu á Norðurlandi

Fundarstjóri: Halldór Óli Kjartansson, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands