Vorhreinsun í Fjallabyggð

Mánudaginn 14. maí og þriðjudaginn 15. maí verður árleg vorhreinsun í Fjallabyggð. Bæjarbúar, stofnanir og fyrirtæki eru hvött til að hreinsa til á lóðum sínum og nærumhverfi eftir veturinn.

Undanfarið hefur verið mikil umhverfisvakning í Fjallabyggð og fólk verið duglegt við að tína upp rusl í sveitarfélaginu sem komið hefur í ljós með hækkandi sól. Íbúar hafa m.a. gengið fjörur og tínt rusl og tekið þátt í svokölluðu „plokki“ sem snýst um að tína upp rusl á förnum vegi á meðan gengið er eða skokkað. Fjallabyggð hvetur íbúa, fyrirtæki og stofnanir að halda áfram á sömu braut og hreinsa til á lóðum sínum og gera snyrtilegt í kringum sig eftir veturinn.  Starfsmenn Fjallabyggðar verða á ferðinni mánudaginn 14. maí og þriðjudaginn 15. maí til að fjarlægja garðaúrgang sem settur hefur verið við lóðarmörk.

Athygli skal vakin á því að húseigendum ber að fara með lausafjármuni, spilliefni, timbur, málma og brotajárn á gámasvæði.

 

Texti: Fjallabyggd.is