Vordagar Grunnskóla Fjallabyggðar

Nú á síðustu dögum skólaársins er ýmislegt skemmtilegt gert til að stokka upp kennsluna í Grunnskóla Fjallabyggðar og hefur góða veðrið verið nýtt til útikennslu. Nemendur eru margir hverjir að fara í lengri og skemmri ferðir með foreldrahópunum eða kennurum og njóta þess sem nágrennið okkar hefur upp á að bjóða.
Einnig var hjóladagur haldin á yngra stiginu á Siglufirði þar sem nemendur þreyttu ýmsar þrautir á hjólum sínum.
Kennarar og starfsfólk á yngra stiginu á Ólafsfirði átti hörku fótboltaleik við 7. bekk undir glymjandi hvatningarorðum frá yngri bekkjunum.

10. bekkur hefur lokið starfkynningu sinni og skemmtir sér um þessar mundir  í útskriftarferð sinni.
8. og 9. bekkur gistu báðir í bústöðunum á Hótel Brimnesi og áttu þar góðar stundir saman.
Ýmislegt fleira hefur verið gert undanfarna daga og framundan er þriggja daga helgi og á þriðjudaginn verðum við svo með hamagang á Hóli.  Myndir af starfinu undanfarið má sjá  hér.