Vont veður hefur lokað skíðasvæðinu á Siglufirði í vikunni

Til stóð að hafa opið alla vikuna á Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði, en veður hefur hamlað því. Rok, snjókoma og skafrenningur í bland hafa haldið svæðinu lokuðu, en nægur snjór er þó á svæðinu. Greint er frá því að á svæðinu hafi verið -23 gráðu vindkæling. Stefnt er að því að opna á morgun, föstudag.

Fylgist með á skardsdalur.is.

Sigló mars 2009 078 (Medium)