Von á 500 skemmtiferðaskipafarþegum í maí í Fjallabyggð

Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi sumarsins til Siglufjarðar 10. maí næstkomandi. Skipið Sea Spirit verður fyrsta skemmtiferðaskipið sem heimsækir Siglufjörð í ár. Þann 14. maí og 23. maí er von á skipinu Oceon Diamond en skipið mun koma til Siglufjarðar í 9 skipti i sumar samkvæmt áætlun. Alls er von á 500 farþegum með þessum þremur skipakomum í maí.  Að vanda koma farþegar í land og heimsækja meðal annars Síldarminjasafnið.