Von á 21 skemmtiferðaskipi til Siglufjarðar

Algert hrun var í heimsóknum skemmtiferðaskipa á Siglufirði á síðasta ári vegna covid. Í ár hafa hinsvegar 21 skip þegar bókað komu sína í sumar. Nokkuð hefur þó verið um afbókanir sem ekki er óeðlilegt miðað við aðstæður.

Enn ríkir þó töluverð óvissa um fjölda heimsókna skemmtiferðaskipa í ár.

Heimsóknir skemmtiferðaskipa til Fjallabyggðar skapa miklar hafnartekjur og eins fá söfnin á svæðinu stóra hópa til sín. Þessar komur eru því mjög mikilvægar fyrir samfélagið í Fjallabyggð.