Von á 163 skemmtiferðaskipakomum á Akureyri í ár

Nú þegar hafa 57 skemmtiferðaskip bókað 163 komur til Akureyrar í ár. Áætlað er að 131.839 þúsund farþegar komi með þessum skipum auk 55.464 áhafnarmeðlima. Von er á fyrsta skipinu þann 5. maí næstkomandi og alls 16 skipakomum í maí mánuði. Á síðasta ári voru alls 155 skipakomur frá 61 skipi, en í maí 2017 komu 9 skemmtiferðaskip, og er því töluverð fjölgun í þeim mánuði á milli ára.