Von á 15 heimsóknum skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar

Á tímum covid hefur þrengt mjög að heimsóknum skemmtiferðaskipa um heiminn, en á Íslandi eru bjartari tímar og skemmtiferðaskip farin að láta sjá sig. Á Siglufirði er von á 15 heimsóknum skemmtiferðaskipa í sumar og kom fyrsta skipið til hafnar í dag. Skipið Ocean Diamond kom í heimsókn og fóru gestir skipsins meðal annars á Síldarminjasafnið og helstu ferðamannastaði á Siglufirði. Skipið er á 10 daga hringsiglingu um Ísland með gesti sína, en á Norðurlandi stoppar skipið á Siglufirði, í Hrísey og á Húsavík.

Ocean Diamond getur tekið 190 farþegar þegar uppselt er í skipið.