Völsungur vann KF

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar heimsótti lið Völsungs á Húsavík í dag í Borgunarbikar karla í knattspyrnu. Völsungur gerði fyrsta mark leiksins á markamínútunni, 43. mínútu leiksins og var yfir í hálfleik 1-0. Á áttundi mínútu síðari hálfleiks skoraði Jóhann Þórhallsson sitt annað mark fyrir Völsung og kláraði leikinn. Lokatölur 2-0 fyrir Völsung. 150 manns sáu leikinn í dag á Húsavík. Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.