Síðasti sumaropnunardagurinn hjá nýja fjölskyldukaffihúsinu Suðurgötu 10 á Siglufirði var í gær, fimmtudag. Kaffihúsið opnaði fyrr í sumar til reynslu í húsnæðinu þar sem Kveldúlfur hefur verið undanfarin ár með barrekstur. Til stendur að opna kaffihúsið aftur í desember í kringum jólavertíðina og verður það það nánar auglýst. Þetta hefur verið góð viðbót við flóruna í Fjallabyggð, en hægt hefur verið að fá vöfflur, panini, kaffi og kakó og ýmislegt fleira.