Í komandi alþingiskosningum verður Akureyrarbær skipt í tólf kjördeildir þannig að tíu verði á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey. Á Akureyri verður kjörstaður í Verkmenntaskólanum á Akureyri, í Hrísey verður kjörstaður í Hríseyjarskóla og í Grímsey í Grímseyjarskóla.  Kjörfundur mun standa frá kl. 09:00 til kl. 22:00 á Akureyri, Hrísey og Grímsey.