Vitor Vieira Thomas farinn frá KF
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur nú misst tvo af sínum ungu og efnilegu leikmönnum til Íslandsmeistara Vals. Vitor Vieira Thomas hefur gert félagsskipti yfir í Val og er kominn með leikheimild. Hann mun spila með 2. flokki félagsins og berjast um sæti í meistaraflokki. Vitor er fæddur árið 1999 og hefur leikið upp yngri flokka með KF og á 18 leiki með meistaraflokki og gert 3 mörk. Vitor var samningslaus í lok árs og fer því frítt til Vals.
Vitor segir í samtalið við vefinn að hann hafi prófað að æfa með 2. flokki Vals fyrir jól og gengið vel. Hann flutti svo til höfuðborgarinnar í byrjun árs og hefur náð að spila einn æfingaleik með meistaraflokki Vals. Hann stefnir á Háskólanám í vor.
Valur Reykjalín Þrastarson hefur einnig gert félagsskipti til Vals úr KF og hefur þegar spilað nokkra leiki með 2. flokki og meistaraflokki félagsins.