Akureyrarvaka er árleg bæjarhátíð, haldin síðustu helgina í ágúst sem næst afmæli Akureyrarbæjar 29. ágúst. Akureyrarvaka fer fram  dagana 24. -25. ágúst næstkomandi.

Vísinda Villa þekkja allir krakkar. Vísindabækurnar hans hafa kveikt forvitni og áhuga á vísindum hjá þúsundum krakka og von er á fimmtu bókinni í haust.  Hann mætir í Hof á Akureyri með töskuna fulla af allskonar sniðugu dóti og ætlar að gera magnaðar tilraunir og spjalla um vísindi, lífið og listina og alveg pottþétt um rafmagnsgítara.

Tvær sýningar verða á dagskrá í Hofi, laugardaginn 25. ágúst kl. 13.30 og kl. 15.30. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.