Loftfimleikar á byggingakrananum á Ólafsfirði

Það er eins gott að vera ekki lofthræddur við svona aðstæður, en vírinn slitnaði fyrir viku síðan í byggingakrananum við Grunnskólann á Ólafsfirði. Það voru fimir starfsmenn sem fóru út á kranann til að tengja vírinn að nýju.

Framkvæmdum miðar vel áfram og eins og sjá má á þessum myndum í albúminu.

Ragnar Magnússon kennari á Ólafsfirði náði þessum glæsilegu myndum fyrir Héðinsfjörður.is