Vinsælustu nöfnin 2020

Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á síðasta ári en þar á eftir koma Alexander og Emil. Freyja og Andrea voru vinsælust eiginnöfn nýfæddra stúlkna, þá Emilía og Bríet.

Jón og Guðrún eru algengustu eiginnöfnin hér á landi

Jón er algengasta eiginnafnið hjá körlum, næst koma eiginnöfnin Sigurður og svo Guðmundur.  Af kvenmannsnöfnum var Guðrún algengasta eiginnafnið, þá Anna og svo Kristín.

Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá.