Vinnustofa Bergþórs brann til kaldra kola

Myndlistamaðurinn Bergþór Morthens greindi frá því í morgun að vinnustofa hans í Gautaborg í Svíþjóð hafi brunnið til kaldra kola í nótt og morgun í stórbruna. Hann var með um 20 fullkláruð verk og 10-15 verk í vinnslu í vinnustofunni. Hann hefur verið undanfarin fimm ár með vinnustofuna og má reikna með að öll hans verk og vinnuaðstaða séu brunnin.  Einhver hluti verka hans eru þó á sýningum og sluppu við brunann.

Bergþór Morthens er listgreinakennari í Menntaskólanum á Tröllaskaga og fyrrum Bæjarlistamaður Fjallabyggðar.

Mbl.is greindi ítarlega frá málinu í morgun.

May be an image of Bergþór Morthens