Vinnuskólinn í Fjallabyggð hefst 7. júní

Skráning er hafin í Vinnuskóla Fjallabyggðar. Þau ungmenni sem eru fædd 1999, 2000, 2001 og 2002 geta skráð sig í Vinnuskóla Fjallabyggðar. Æskilegt er að viðkomandi eða a.m.k. annað foreldri hafi lögheimili í Fjallabyggð eða viðkomandi hafi stundað nám við Grunnskóla Fjallabyggðar í vetur. Hægt er að skrá sig á vef Fjallabyggðar.

Vinnuskólinn í Fjallabyggð hefst 7. júní næstkomandi en 9. bekkur byrjar þó 1. júlí og verður þeim unglingum sem skrá sig fyrir 20. maí tryggð vinna.

Vinnutími verður:

  • 8. bekkur: 4 vikur 1/2 daginn
  • 9. bekkur: 5 vikur allan daginn (byrja 1. júlí)
  • 10. bekkur og fyrsti bekkur framhaldsskóla: 8 vikur allan daginn.

Laun verða sem hér segir:

  • 8. bekkur: 639 kr. m/orlofi
  • 9. bekkur: 730 kr. m/ orlofi
  • 10. bekkur: 1.095 kr. m/orlofi
  • Fyrsti bekkur framhaldsskóla: 1.497 kr. m/orlofi.

Vinnuskólinn í Fjallabyggð