Vinnuskóli Fjallabyggðar fær meiri vinnu

Samþykkt hefur verið að Vinnuskóli Fjallabyggðar fái lengingu á vinnutíma í sumar þar sem ljóst er að mörg verk á eftir að vinna í sveitarfélaginu. Vinnuskólinn hefur vart komist yfir annað en slátt í sumar. Vinnuskólinn mun fá að vinna tvær vikur í viðbót í sumar fyrir hvern árgang.

  • Árg. 2000 verði til 18. júlí  (átti að vera til 4.júlí).
  • Árg. 1999 verði til 31.júlí  (átti að vera til 11.júlí).
  • Árg. 1998 og eldri verði til 15.ágúst (átti að vera til 8. ágúst).

14498501795_276f8ae529_z