Vinnuskóli Fjallabyggðar að hefjast

Vinnuskóli Fjallabyggðar hefst 8. júní og fá krakkarnir 5-9 vikur af vinnutíma í Fjallabyggð eftir aldri.  Nemendur á Siglufirði eiga að mæta í þjónustumiðstöð, nemendur í Ólafsfirði eiga að mæta við aðstöðu Þjónustumiðstöðvar við Námuveg. Hugsanlega verður meiri vinna í boði fyrir krakkana en upp er gefið.

  • Árgangur 2003: mætir 8. júní kl. 8:30 (*fær vinnu í 5 vikur)
  • Árgangur 2002: mætir 8. júní kl. 8:30 (*fær vinnu í 7 vikur)
  • Árgangur 2001: mætir 8. júní kl. 8:30 (*fær vinnu í 9 vikur)