Vinnumálastofnun fær frítt húsnæði á Sauðárkróki

Vinnumálastofnun sem hefur sagt upp húsnæði sínu á Faxatorgi 1 á Sauðárkróki og  hefur óskað eftir því að sveitarfélagið Skagafjörður láti stofnuninni í té aðstöðu án endurgjalds, til að nýta sem viðtalsaðstöðu við skjólstæðinga sína eftir þær kerfisbreytingar sem áttu sér stað nú um áramótin. Mikill hluti af þjónustu stofnunarinnar við atvinnuleitendur fer nú fram á netinu. Ekki er um að ræða fasta aðstöðu heldur fundaraðstöðu þar sem trúnaðarsamtöl geta farið fram nokkra daga í mánuði.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkt að láta Vinnumálastofnun fá aðgang að viðtalsaðstöðu án endurgjalds til eins árs. Sveitarstjórn Skagafjarðar furðar sig á því að ríkisstofnun segi upp húsnæði og óski á sama tíma eftir að fá húsnæði frá sveitarfélaginu án endurgjalds. Jafnframt ítrekar byggðarráð fyrri mótmæli sín gegn því að starfstöð stofnunarinnar í Skagafirði hafi verið lögð niður og þjónusta við íbúa hafi verið skert.

Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 25. febrúar síðastliðinn.