Vinnudagur í Skíðaskálanum í Ólafsfirði

Skíðafélag Ólafsfjarðar boðaði til vinnudags í gær í Tindaöxl í Ólafsfirði. Næg verkefni voru fyrir hendi sem klára þurfti fyrir haustið. Nýi verkfæra- og geymsluskúrinn var grunnaður með viðarvörn að utan og dúkur og bárujárn sett á þakið. Þá var gengið frá rafmagni og ýmsu öðru. Það voru velunnarar félagsins sem stóðu fyrir framtakinu.

 

Aðalfundur SÓ