Vinna hafin við skíðabrekkurnar í Skarðsdalnum

Starfsmenn Skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði eru nú þegar byrjaðir að vinna brekkurnar fyrir komandi skíðatímabil. Áætlað er að svæðið muni opna 1. desember næstkomandi, en það getur þó opnað fyrr ef veður og aðstæður leyfa. Þá hefst forsala vetrarkorta 15. nóvember.  Hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum á Skarðsdalur.is.