Vinjettuhátíð í Berg Menningarhúsi á Dalvík

Vinjettuhátíð, upplestur og hljóðfærasláttur verður haldin sunnudaginn þann 18 mars n.k. kl. 15-17 í menningarhúsinu Bergi, Dalvíkurbyggð. Höfundurinn Ármann Reynisson les upp úr verkum sínum ásamt félögum úr Leikfélagi Dalvíkur. Tónlist er í höndum Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Í miðri dagskrá er hlé fyrir spjall og veitingar.
Vinjettuhátíðar hafa verið haldnar á 29 stöðum vítt og breitt um landið og notið vinsælda. Þær eru í anda kvöldvökunnar sem fram fór í baðstofum landsmanna í eitt þúsund ár og lögðust af á fyrrihluta 20.aldar.

Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.