Vinir Ferguson lögðu af stað úr Reykjavík þann 25. júní og voru á Siglufirði þann 29. júní og komu við á Ólafsfirði og Dalvík á leiðinni til Akureyrar. Þeir aka á tveimur gömlum Massey Ferguson 35x í hringferð um landið. Í leiðinni safna þeir fjármunum fyrir Barnaheill í átaki gegn einelti.
Þetta eru þeir Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, og Grétar Gústavsson, meistari í bifvélavirkjun og áhugamaður um búvélar og fornbíla. Þeir voru saman í sveit á bænum Valdarási í Húnaþingi frá fimm ára aldri fram á unglingsár og unnu ýmis sveitastörf.