Vinir Ferguson lögðu af stað úr Reykjavík þann 25. júní og voru á Siglufirði þann 29. júní og komu við á Ólafsfirði og Dalvík á leiðinni til Akureyrar.  Þeir aka á tveimur gömlum Massey Ferguson 35x í hringferð um landið. Í leiðinni safna þeir fjármunum fyrir Barnaheill í átaki gegn einelti.

Þetta eru þeir  Karl Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands, og Grét­ar Gúst­avs­son, meist­ari í bif­véla­virkj­un og áhugamaður um bú­vél­ar og forn­bíla.  Þeir voru sam­an í sveit á bæn­um Vald­ar­ási í Húnaþingi frá fimm ára aldri fram á unglings­ár og unnu ýmis sveita­störf.

19112212898_3c92c56a2e_z19112225168_60b84d0d22_z