Vilt þú taka þátt í að móta sveitarfélagið þitt?

Málefnavinna Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er vel á veg komin. Frambjóðendur vilja þó gjarna fá ábendingar og áherslur frá íbúum áður en lokahönd verður lögð á þá vinnu.
Áhugasömum íbúum um málefnaskrá Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð er því boðið til funda sem verða haldnir í Menningarhúsinu Tjarnarborg laugardaginn 28. apríl kl. 10:30 til 12:00 og í Ráðhúsinu á Siglufirði mánudaginn 30. apríl kl. 19:30 til 21:00.

Þetta er þitt tækifæri til að hafa áhrif.
Allir velkomnir.

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð.