Vilja reisa sólstofu og gróðurhús við Kaffi Klöru

Eigendur Kaffi Klöru í Ólafsfirði hyggjast reisa sólstofu meðfram vesturhlið Strandgötu 2 og gróðurhús á lóðinni í tengslum við verkefnið Matur er manns gaman.

Send hefur verið fyrirspurn til skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar sem hefur tekið jákvætt í erindið.

Eigendur Kaffi Klöru hlutu styrk í vor frá Velferðarráðuneytinu til að gera viðskiptaáætlun vegna verkefnisins Matur er manns gaman.