Vilja umferðastjórn lögreglu í Múlagöngum

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur skorað á lögregluyfirvöld að tryggja umferðarstjórn og öryggi vegfarenda um Múlagöng við Ólafsfjörð á álagstímum.  Mikið álag er á þessum einbreiðu göngum þegar stórir viðburðir eru á svæðinu.  Múlagöng eru 3.4 km á lengd og voru opnuð árið 1991. Grein frá Vegagerðinni frá árinu 2012 fjallar nánar um þetta vandamál í Múlagöngum. Þar er sagt að samkvæmt norskum stöðlum þá eiga einbreið göng, með útskotum, að geta annað allt að 1000 bílum á sólarhring en það merkir að stærsta klst. sé u.þ.b. 100 bílar á klst.  Með venjulegri handstýringu, væri hægt að ná um 230 bílum á klst. í gegnum göngin.

mulagong_1a