Æskulýðs- og menningarnefnd Norðurþings hefur haft til skoðunar að taka upp frístundarstyrki fyrir ungmenni í Norðurþingi.  Nefndin vill að sveitarfélagið Norðurþing taki upp frístundarstyrki fyrir ungmenni sveitarfélagsins frá upphafi árs 2018. Tilgangur og markmið styrkjanna er að öll börn og unglingar geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi, óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum.  Kostnaður við frístundastyrki er metinn á um 4.5 milljónir, miðað við að styrkurinn sé 10.000 krónur á einstakling á aldrinum 6-18 ára.