Fiskmarkaðurinn á Siglufirði hyggst stækka húsið á höfninni ef tilskilin leyfi Fjallabyggðar fást. FMS hefur einnig óskað eftir að löndunarkranar verði færðir á nýjan viðlegukant við hús fyrirtækisins vegna umferðar á höfninni og öryggissjónarmiða. Þetta myndi auðvelda alla þjónustu FMS og vigtun við smærri útgerða á Siglufirði.
Hafnarstjórn Fjallabyggðar hefur fundað um málið og tekið vel í erndi FMS og hyggst vinna málið áfram í samhengi við langtímastefnumótun hafnarsvæðisins á Siglufirði.