Vilja skaðabætur vegna tjóns á húsnæði á Siglufirði

Eigendur fasteignarinnar Hólavegi 7 á Siglufirði krefjast skaðabóta vegna tjóns sem orðið hefur vegna framkvæmda við snjófljóðavarnargarða á Siglufirði á vegum Ofanflóðasjóðs.

Lögmaður eigenda fasteignarinnar hefur óskað eftir því að gengið verði til samninga um uppgjör á skaðabótum vegna tjónsins. Fulltrúi Fjallabyggðar og frá Ofanflóðasjóði munu sjá um viðræður við eigendur fasteignarinnar um lausn á málinu.