Garðvík ehf á Húsavík vill gefa sveitarfélaginu Norðurþingi útitafl. Guðmundur Vilhjálmsson framkvæmdastjóri Garðvík kynnti hugmyndir sínar fyrir skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings um útitafl á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur ákveðið að taflinu verði fundinn staður á torginu þar sem Vegamót stóð. Mikilvægt er að standa vel að hönnun torgsins.