Vilja Rockefeller Center skautasvell í Ólafsfjörð

Áhugahópurinn um jólabæinn Ólafsfjörð hefur nú opinberað hugmyndir þeirra er varðar markaðsetningu Ólafsfjarðar sem jólabæ. Ein tillagan er að setja upp skautasvell líkt og Rockefeller Center í New York, en þeir vilja breyta tjörninni í miðbæ Ólafsfjarðar í skautavell, þar sem spiluð yrði tónlist og ljóskastarar myndu lýsa upp svæðið.

Aðrar hugmyndir sem hópurinn hefur lagt fyrir sveitarfélagið Fjallabyggð er að koma upp varanlegum tréhúsum við Menningarhúsið Tjarnarborg þar sem hægt verður að selja vörur og annað á aðventunni. Einnig að skreyta ljósastaura og lýsa upp skíðastökkpallinn. Þá er hugmynd um að koma upp jólasýningu í Pálshúsi í Ólafsfirði þar sem sett yrði upp sýning  sem gæfi mynd af því hvernig jólin voru á árum áður.

Tjarnarborg