Vilja rífa Suðurgötu 49 á Siglufirði

Fyrirtækið Ikaup ehf.  hefur sótt um leyfi fyrir niðurrifi á húseigninni við Suðurgötu 49 á Siglufirði. Húsið er byggt árið 1936 og er á tveimur hæðum.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur tekið málið fyrir á fundi og samþykkti ekki umsókn um niðurrif að svo stöddu, þar sem hvorki liggur fyrir starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra né veðbókavottorð.