Vigfús Þór Árnason fyrrum sóknarprestur á Siglufirði og í Grafarvogi hefur kynnt bæjarráði Fjallabyggðar hugmyndir um gerð styttu af Gústa guðsmanni og staðsetningu hennar á Siglufirði.  Árið 1897 fæddist Guðmundur Ágúst Gíslason, sem er betur þekktur undir nafninu Gústi Guðsmaður. Hann lést 12. mars 1985.  Gústi var þekktur fyrir að boða drottins orð á Ráðhústorginu á Siglufirði. Gústi gerði út bátinn Sigurvin og gaf hann allan ágóða af útgerðinni til hjálparstarfs fyrir börn í Afríku.