Skólaráð Grunnskóla Fjallabyggðar hyggst halda opinn fund um skólamál fimmtudaginn 14. febrúar og ræða netöryggi barna. Fram hefur komið að börn í Fjallabyggð segjast horfa á bannaðar myndir og tölvuleiki og vill Skólaráðið ræða um þessa hluti.