Þyrluskíðafyrirtækið Viking Heliskiing sem starfar í Fjallabyggð vill láta Dalvíkurbyggð ógilda samning sveitarfélagsins við Bergmenn ehf sem stunda þyrluskíðamennsku í Dalvíkurbyggð en núgildandi samningur segir til um einkarétt Bergmanna í landi Dalvíkurbyggðar. Viking Heliskiing hyggst nota allt landsvæði Tröllaskagans undir sína starfsemi. Viking Heliskiing telur að samningur Dalvíkurbyggðar við Bergmenn þjóni ekki lögmætum tilgangi og telja þeir að samningurinn feli meðal annars í sér brot gegn atvinnufrelsi, stjórnsýslulögum og sveitarstjórnarlögum.
Viking Heliskiing fer þess á leið við sveitarfélagið Dalvíkurbyggð að félaginu verði heimilað að stunda þyrluskíðamennsku á afmörkuðu landsvæði sveitarfélagsins og gerð er sú krafa að sveitarfélagið ógildi eða breyti núverandi samningi sínum við Bergmenn ehf.
Viking Heliskiing hyggst reyna á lögmæti framangreinds samnings með kvörtun eða kæru til viðeigandi úrskurðaraðila eða leita til dómstóla verði sveitarfélagið ekki að kröfu þess.