Vilja láta lagfæra Ólafsfjarðarveg á Lágheiðinni

Laugarár ehf. sem á og rekur orlofshús í landi Þverár í Ólafsfirði hefur óskað er eftir því að Fjallabyggð beiti sér fyrir því við Vegagerðina, að Ólafsfjarðarvegur nr. 82 fram Ólafsfjörð, verði lagfærður varanlega. Vegurinn er í afar slæmu ásigkomulagi og hefur verið lengi.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að senda erindi á Vegagerðina og óska eftir því að vegurinn verði lagfærður hið fyrsta.