Vilja lækka aldurstakmark í líkamsrækt í 12 ára

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar hefur lagt til við bæjarstjórn að aldurstakmark í líkamsræktir í Fjallabyggð verði lækkað niður í 12 ára aldur, með því skilyrði að börn og unglingar á aldrinum 12 – 15 ára séu í fylgd með þjálfara eða öðrum fullorðnum ábyrgðarmanni.