Pálshús (Fjallasalir ses) vinna nú að því að skanna inn ljósmyndir og hafa hug á að koma upp Ljósmyndasafni Ólafsfjarðar. Starfsmaður safnsins verður í hlutastarfi að safna ljósmyndum og skanna inn til áramóta eða lengur.
Frægar eru ljósmyndir Brynjólfs Sveinssonar (1914-1981), áhugaljósmyndara, kaupmanns og stöðvarstjóra Póst og síma í Ólafsfirði, en myndir hans eru allar teknar á árunum 1930-1980.
Flestar myndirnar úr ljósmyndasafni Brynjólfs eru varðveittar á Minjasafni Akureyrar.
Það verður áhugavert að fylgjast með þessu verkefni í Ólafsfirði.
Á netinu er hægt að finna ýmis myndasöfn frá Ólafsfirði, dæmi: hér.