Tilboð er komið í sjálfsafgreiðsluvélar fyrir Bókasafnið á Sauðárkróki, en það myndi bæta þjónustu við notendur safnsins og gera notendum kleift að afgreiða útlán og skil á bókum.

Verkefnið fellur að tækniframþróunarstefnu sveitarfélagsins Skagafjarðar sem felur í sér að auka stafrænar lausnir með notendamiðaðri þjónustuveitingu.

Atvinnu- og menningarnefnd Skagafjarðar samþykkti að fara í verkefnið árið 2026 og tók Byggðarráð Skagafjarðar jákvætt í málið en vildi fá frekari upplýsingar um áhrif sjálfsafgreiðslulausnarinnar á opnunartíma og hagræðingu sem af fjárfestingunni hlýst.