Vilja gervigrasvöll á Sauðárkrók

Byggðarráð Skagafjarðar hefur óskað eftir því að hafin verði hönnun og kostnaðarmat þess að setja gervigras á norðurhluta æfingasvæðis við íþróttavöllinn á Sauðárkróki.  Lagt er áhersla á að þeim framkvæmdum verði flýtt sem kostur er enda þörfin fyrir úrbætur á íþróttaaðstöðu brýn.

Íþróttahúsið á Sauðárkróki annar ekki lengur eftirspurn eftir að gamli barnaskólinn var seldur, en þar var lítill íþróttasalur sem var mjög vel nýttur til fjölbreyttrar íþróttaiðkunar. Vetraræfingaraðstaða sem íþróttafólki á Sauðárkróki er boðið er upp á er með engu móti ásættanleg og er sparkvöllurinn við Árskóla einn sá minnsti á landinu. Hefur það m.a. haft veruleg áhrif á æfingar hjá þeim fjölmörgu knattspyrnuiðkendum sem í Skagafirði. Skortur á slíkri aðstöðu skerðir einnig samkeppnishæfni sveitarfélagsins er kemur að búsetuvalkostum og hefur áhrif á hvar fjölskyldur velja sér heimilisfestu.